mið 03.ágú 2022
Myndband: Sara Björk á sinni fyrstu æfingu með Juventus
Juventus hefur birt myndband þar sem sýnt er frá Söru Björk Gunnarsdóttur landsliðsfyrirliða Íslands á sinni fyrstu æfingu með ítalska liðinu.

Í sumar skrifaði Sara undir tveggja ára samning við Juventus, áður en hún hélt með íslenska landsliðinu á EM á Englandi.

Juventus hefur orðið Ítalíumeistari kvenna fimm ár í röð.

Hér má sjá frá fyrstu æfingu Söru í Tórínó: