fim 04.ágú 2022
Nýtt VAR kerfi innleitt fyrir Meistaradeildina og HM

Riðlakeppni Meistaradeildarinnar mun nýta sér nýtt VAR kerfi sem getur dæmt úr rangstöðum á mikið fljótlegri hátt en áður.Fótboltaaðdáendur, þjálfarar og leikmenn eru orðnir þreyttir á því að rangstöðuflagg aðstoðardómara fari alltof seint á loft. Þetta eyðir miklum tíma af leiknum og getur verið hættulegt fyrir leikmenn sem eru enn í baráttuham við að reyna að skora eða koma í veg fyrir mark.

Nýja VAR kerfið mun dæma úr rangstöðum á mun fljótlegri hátt heldur en það gamla þar sem dómarar í VAR herberginu þurftu að gera allt sjálfir til að hjálpa aðstoðardómurum og meta atvik í 50fps gæðum.

Nýja kerfið hefur verið þróað til að sjá rangstöðu á hálfsjálfvirkan hátt og er gífurlega mikil framför frá gamla kerfinu samkvæmt frétt ESPN. Það þarf enn að hafa VAR dómarateymi til að dæma úr helstu vafaatriðum og hafa samskipti við dómara leiksins.

„Þetta nýja kerfi mun gera VAR dómurum kleift að skera úr um rangstöður mikið fyrr og með meiri nákvæmni, sem bætir bæði flæði leiksins og gæði dómgæslunnar," sagði Roberto Rosetti, yfirmaður dómaramála hjá UEFA.

FIFA hefur unnið að þessu kerfi síðustu þrjú ár og var það notað í fyrsta sinn á HM félagsliða í febrúar og gekk frábærlega. Kerfið verður notað á HM í Katar í vetur.