fim 04.ágú 2022
Kom úr 3. deildinni og beint í stórt hlutverk hjá Stjörnunni
Sindri spilar nánast hverja mínútu hjá Stjörnunni.
Hinn 23 ára gamli Sindri Ţór Ingimarsson hefur spilađ nánast alla leiki Stjörnunnar í Bestu deildinni í sumar. Hann kom til félagsins frá Augnabliki í 3. deildinni fyrir tímabiliđ og hefur veriđ í stóru hlutverki í hjarta varnarinnar hjá ţeim bláu.

Jökull Elísabetarson, ađstođarţjálfari Stjörnunnar, var ţjálfari Augnabliks og ţekkir Sindra út og inn.

Ágúst Gylfason, ţjálfari Stjörnunnar, var spurđur út í frammistöđu Sindra eftir 2-2 jafntefli Garđabćjarliđsins gegn Fram í gćr.

„Ég og Jökull vorum búnir ađ teikna ţađ upp ađ hann gćti sett mark sitt á okkar liđ. Ţađ kemur kannski svolítiđ á óvart ađ hann hefur spilađ nánast allar mínútur og stađiđ sig frábćrlega vel. Ţetta er fyrsta áriđ hans í úrvalsdeild svo ţú getur ímyndađ ţér hvernig hann verđur á nćsta ári," segir Ágúst.

Sindri lék međ vinum sínum í Augnabliki á međan hann var ađ stunda nám í Bandaríkjunum. Haraldur Björnsson, markvörđur Stjörnunnar, segir ákaflega gott ađ spila međ Sindra fyrir framan sig.

„Viđ höfum fengiđ fá mörk á okkur. Hann er góđur í fótunum, er vel spilandi leikmađur. Hann var í háskóla úti og leikmenn ţar eru í hörkuprógrammi. Hann kom svo hingađ til lands yfir sumariđ, hann hefđi getađ spilađ á mun hćrra leveli en í 3. deildinni en nú er hann kominn á ţann stađ sem hann á ađ vera á," segir Haraldur.