fös 05.ágú 2022
Gini Wijnaldum til Roma á láni frá PSG (Stađfest)
Hollenski miđjumađurinn Gini Wijnaldum mun spila međ Roma á láni frá Paris Saint-Germain á komandi leiktíđ. Ítalska félagiđ greindi frá félagaskiptunum á samfélagsmiđlum í kvöld.

Wijnaldum, sem er 31 árs gamall, kom til PSG á frjálsri sölu frá Liverpool á síđasta ári en tókst engan veginn ađ finna sig í franska boltanum.

Blađamenn í Frakklandi sögđu ţetta slökustu kaup tímabilsins en hann mun nú reyna fyrir sér á Ítalíu.

Hann skrifađi í dag undir eins árs lánssamning viđ félagiđ og á Roma möguleika á ađ gera félagaskiptin varanleg.

Jose Mourinho, ţjálfari Roma, ćtlar sér stóra hluti međ liđiđ á komandi tímabili en hann hefur einnig fengiđ ţá Paulo Dybala, Nemanja Matic, Zeki Celik og Mile Svilar í sumarglugganum.