fös 05.ágú 2022
Lengjudeild kvenna: HK lagði Augnablik - Tindastóll skoraði fimm
HK vann nágrannaslaginn gegn Augnabliki
Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld en HK vann Augnablik, 2-1, á meðan Tindastóll gjörsigraði Hauka, 5-0.

HK vann Augnablik í fyrri viðureign liðanna fyrr í sumar, 1-0, og fylgdi því á eftir með því að vinna leik liðanna í kvöld.

Augnablik náði forystunni í leiknum á 28. mínútu er Júlía Katrín Baldvinsdóttir skoraði en tveimur mínútum síðar jafnaði Isabella Eva Aradóttir og Magðalena Ólafsdóttir gerði svo sigurmark HK á 33. mínútu.

HK er eftir sigurinn í 2. sæti deildarinnar með 29 stig en Augnablik í 6. sæti með 12 stig.

Víkingur R. og Fylkir gerðu markalaust jafntefli. Þungt högg fyrir Víking sem missti af mikilvægum stigum í efri hlutanum.

Tindastóll vann þá auðveldan, 5-0, sigur á Haukum. Aldís María Jóhannsdóttir gerði eina mark fyrri hálfleiksins en Stólarnir bættu við fjórum mörkum til viðbótar í þeim síðari og komu þau öll á sjö mínútum.

Tindastóll er í 3. sæti með 28 stig en Haukar í neðsta sæti með 4 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Víkingur R. 0 - 0 Fylkir

Augnablik 1 - 2 HK
1-0 Júlía Katrín Baldvinsdóttir ('28 )
1-1 Isabella Eva Aradóttir ('30 )
1-2 Magðalena Ólafsdóttir ('33 )

Haukar 0 - 5 Tindastóll
0-1 Aldís María Jóhannsdóttir ('25 )
0-2 Dagrún Birta Karlsdóttir ('54 , Sjálfsmark)
0-3 Hannah Jane Cade ('56 , Mark úr víti)
0-4 Murielle Tiernan ('59 )
0-5 Hugrún Pálsdóttir ('61 )