lau 06.ágú 2022
Ísland í dag - Þór mætir Vestra
Þórsarar mæta Vestra
Fjölmargir leikir eru á dagskrá í íslenska boltanum í dag en einn leikur er í Lengjudeild karla þar sem Þór og Vestri eigast við á SaltPay-vellinum á Akureyri.

Þór er í 10. sæti með 17 stig en Vestri í 7. sæti með 22 stig. Liðin gerðu 3-3 jafntefli þegar þau mættust fyrr í sumar og má því búast við hörkuleik á Akureyri.

Fjórir leikir fara þá fram í 2. deild karla. Njarðvík hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum og gefur það Þrótturum tækifæri á að saxa á forystuna en liðið spilar við KF í dag.

Hægt er að sjá alla leiki dagsins hér fyrir neðan.

Leikir dagsins:

Lengjudeild karla
14:00 Þór-Vestri (SaltPay-völlurinn)

Lengjudeild kvenna
14:00 Fjarðab/Höttur/Leiknir-Grindavík (Fjarðabyggðarhöllin)

2. deild karla
14:00 Víkingur Ó.-Höttur/Huginn (Ólafsvíkurvöllur)
15:00 Magni-ÍR (Grenivíkurvöllur)
15:00 Haukar-Völsungur (OnePlus völlurinn)
16:00 Þróttur R.-KF (AVIS völlurinn)

2. deild kvenna
14:00 Hamar-Einherji (Grýluvöllur)
14:00 ÍH-Sindri (Skessan)
14:00 Fram-Grótta (Framvöllur - Úlfarsárdal)
17:30 KÁ-Völsungur (Ásvellir)

3. deild karla
14:00 Kormákur/Hvöt-Sindri (Blönduósvöllur)
14:00 Elliði-ÍH (Fylkisvöllur)
14:00 KFS-Víðir (Týsvöllur)

4. deild karla - A-riðill
14:00 Kría-Árbær (Vivaldivöllurinn)
14:00 Hvíti riddarinn-Skallagrímur (Malbikstöðin að Varmá)

4. deild karla - E-riðill
15:00 Hamrarnir-Boltaf. Norðfj. (KA-völlur)
16:00 Máni-Samherjar (Mánavöllur)