lau 06.ágú 2022
Ítalski bikarinn: Þórir Jóhann óvænt úr leik
Þórir Jóhann og félagar hans í Lecce eru úr leik í bikarnum
Íslenski landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce eru úr leik í ítalska bikarnum eftir 3-2 tap fyrir Cittadella í 64-liða úrslitum keppninnar.

Þórir var í byrjunarliði Lecce sem náði forystu í leiknum en Cittadella jafnaði þegar tuttugu mínútur voru eftir.

Mörkin urðu ekki fleiri eftir venjulegan leiktíma og því framlengt en þar skoraði Cittadella tvö mörk áður en Lecce minnkaði muninn.

Þórir fór af velli á 95. mínútu í framlengingu. Lokatölur 3-2 fyrir Cittadella sem fer í 32-liða úrslitin. Lecce er nýliði í Seríu A en liðið barðist við Cittadella í B-deildinni á síðustu leiktíð.

Sampdoria, Udinese og Cagliari unnu öll sína leiki og eru einnig komin áfram í næstu umferð.