lau 06.ágú 2022
María Lena semur við Örebro (Staðfest)
María Lena Ásgeirsdóttir í treyju Örebro
María Lena Ásgeirsdóttir er gengin til liðs við sænska C-deildarliðið Örebro en hún kemur frá HK. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

María er fædd árið 2002 og uppalin í HK en hún á að baki 49 leiki og 20 mörk í deild- og bikar með HK og HK/Víkingi.

Hún flutti til Svíþjóðar á dögunum með kærasta sínum, Valgeiri Valgeirssyni, en hann gekk einmitt í raðir karlaliðs Örebro SK frá HK á dögunum.

Fótbolti.net greindi frá því á dögunum að María Lena væri einnig að semja við félagið og nú er það frágengið.

„Það er frábær tilfinning að koma hingað til Örebro og til félagsins. Liðið og félagið í heild sinni hefur tekið svo vel á móti mér og ég hlakka til að geta hjálpað liðinu," sagði María Lena við undirskrift.

Örebro er í C-deildinni en næsti leikur liðsins er í dag gegn Tröllhättans.