sun 07.ágú 2022
Kórdrengir sendu rússneska markvörðinn heim
Rússneski markvörðurinn Nikita Chagrov stóð ekki undir væntingum hjá Kórdrengjum og félagið hefur losað hann undan samningi.

Þetta staðfesti Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengjum, eftir markalaust jafntefli gegn Fjölni á föstudaginn.

Óskar Sigþórsson varði mark Kórdrengja í þeim leik og Daði Freyr Arnarsson var varamarkvörður.

Nikita Chagrov er 27 ára og lék sex leiki í Lengjudeildinni eftir að hann fékk leikheimild. Tveir af þeim unnust en hann náði ekki að sýna að hann væri betri markvörður en þeir sem liðið hafði fyrir.

Kórdrengir eru í 9. sæti Lengjudeildarinnar og ekki tekist að fylgja eftir öflugu tímabili í fyrra