sun 07.ágú 2022
Einkunnir Man Utd og Brighton: Gross bestur - Tvær sjöur og ein fimma hjá United
Leikmenn Brighton fagna öðru marka Gross.

Pascal Gross skoraði bæði mörk Brighton í 2-1 sigri liðsins á Manchester United á Old Trafford í dag.Hjá heimamönnum var Christian Eriksen með hæstu einkunn í byrjunarliðinu en hann fékk sjö. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni í dag. Cristiano Ronaldo kom inná snemma leiks en hann fékk líka sjö.

Lisandro Martinez átti ekki góðan dag í sínum fyrsta leik fyrir félagið en hann fær fimm.

Gross var eðlilega valinn besti leikmaður vallarins af Sky Sports en hann fékk 9 í einkunn. Danny Welbeck, Leandro Trossard, Moises Caicedo og Lewis Dunk fengu allir 8.

Man Utd: De Gea (6), Dalot (6), Maguire (6), Martinez (5), Shaw (6), Fred (6), McTominay (6), Eriksen (7), Fernandes (6), Sancho (6), Rashford (6)

Varamenn: Ronaldo (7), Malacia (6), Van de Beek (6), Elanga (6), Garnacho (6)

Brighton: Sanchez (6), Veltman (6), Dunk (8), Webster (6), March (7), Lallana (7), Caicedo (8), Trossard (8), Gross (9), Mac Allister (7), Welbeck (8)

Varamenn: Lamptey (6), Colwill (6), Mwepu (6), Undav (6)