sun 07.ágú 2022
Byrjunarlið KR og ÍBV: Miklir markahrókar sem byrja á bekknum
Kjartan Henry eflaust ekki sérlega sáttur.
Andri Rúnar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Klukkan 17:00 mætast KR og ÍBV á Meistaravöllum í Vesturbæ. Leikurinn er hluti af 16. umferð Bestu deildarinnar.

Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir þennan áhugaverða leik sem r framundan.

Rúnar Kristinsson gerir tvær breytingar á liði sínu frá sigurleiknum gegn KA. Hann endurheimtir Hall Hansson og Ægir Jarl Jónasson úr leikbanni og koma þeir inn fyrir Þorstein Má Ragnarsson og Stefan Alexander Ljubicic.

ÍBV stillir upp sama byrjunarliði og í síðustu þremur leikjum. Andri Rúnar þarf að sætta sig við áframhaldandi bekkjarsetu, líkt og kollegi sinn Kjartan Henry Finnbogason hjá KR.

Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Hallur Hansson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson (f)
11. Kennie Chopart
14. Ægir Jarl Jónasson
15. Pontus Lindgren
16. Theodór Elmar Bjarnason
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Byrjunarlið ÍBV:
1. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
14. Arnar Breki Gunnarsson
22. Atli Hrafn Andrason
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson (f)
25. Alex Freyr Hilmarsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
42. Elvis Bwomono