sun 07.ágú 2022
Sjáðu markið: Haaland kominn á blað - Skoraði af vítapunktinum

Erling Haaland er í byrjunarliði Manchester City sem er að spila gegn West Ham á útivelli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Staðan er 1-0 í hálfleik. Það var enginn annar en Haaland sem skoraði markið.

Alphonse Areola braut á honum inn í teignum og vítaspyrna dæmd. Haaland fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Drauma byrjun fyrir norska framherjann.

Areola var nýkominn inná en Lukas Fabianski meiddist og þurfti því að fara af velli.

Sjáðu markið með því að smella hér.