sun 07.ágú 2022
Ten Hag: Þetta er klárlega bakslag
Erik ten Hag stjóri Manchester United segir að allir verði að læra af tapi liðsins gegn Brighton í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í dag.

Pascal Gross skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Brighton en Alexis Mac Allister varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

„Þetta er klárlega bakslag, algjör vonbrigði, við verðum að díla við það. Ég vissi frá upphafi að þetta yrði ekki auðvelt, þetta er ferli og tekur tíma, en við höfum ekki tíma. Við verðum að vinna leiki og við hefðum átt að gera betur," sagði Ten Hag.

„Við gáfum boltann frá okkur alltof auðveldlega, við spiluðum ekki eins og við ætluðum."