sun 07.ágú 2022
2. deild: Ægir fékk skell fyrir austan
Ægir tapaði fyrir KFA
KFA 4 - 1 Ægir
1-0 Stefan Dabetic ('10 , Sjálfsmark)
1-1 Zvonimir Blaic ('12 , Sjálfsmark)
2-1 Zvonimir Blaic ('45 )
3-1 Abdul Karim Mansaray ('63 )
4-1 Abdul Karim Mansaray ('69 )

Ægir missti af mikilvægum stigum er liðið tapaði fyrir KFA, 4-1, í Fjarðabyggðarhöllinni í 2. deild karla í dag.

Fyrstu tvö mörk leiksins voru sjálfsmörk. Fyrst kom Stefan Dabetic, leikmaður Ægis, boltanum í eigið net á 10. mínútu og tveimur mínútum síðar var það Zvonimir Blaic sem gerði sjálfsmark hinum megin á vellinum.

Blaic bætti upp fyrir sjálfsmark sitt undir lok fyrri hálfleiks og kom KFA aftur yfir. Abdul Karim Mansaray sá svo til þess að KFA tæki öll stigin í dag með tveimur mörkum á sex mínútna kafla í síðari hálfleiknum.

Ægir er í 3. sæti deildarinnar með 29 stig, þremur stigum á eftir Þrótti sem er í öðru sæti. KFA er í 6. sæti með 18 stig.