mið 10.ágú 2022
Segir Giggs hafa gert sig að þræli - „Var með átta öðrum konum meðan við vorum saman"
Giggs er goðsögn hjá Manchester United.
Kate Greville segir að Ryan Giggs hafi ítrekað haldið framhjá sér á meðan þau voru í sambandi. Hún segir að Giggs hafi gert sig að þræli sínum og sér verið gert að uppfylla allar hans þarfir og kröfur.

Verið er að rétta yfir Ryan Giggs en hann var ákærður fyrir að hafa beitt Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Í réttarhöldunum hefur verið sagt að Giggs sé með ljóta og illkvittna hlið og sé allt annar maður en hann hefði virst á fótboltaferlinum.

Sjá einnig:
Giggs henti kærustunni sinni nakinni úr hótelherbergi

„Hann lét mér líða eins og ég yrði að gera það sem hann sagði, annars hefði það afleiðingar," sagði Greville í dómssal. Margt hefur komið upp á yfirborðið síðan réttarhöldin hófust, ýmis skilaboð frá Giggs verið opinberuð og frásagnir af hegðun hans.

Greville segir að samband sitt við Giggs hafi hafist meðan þau voru bæði í samböndum við aðra aðila.

„Mér leið eins og ég væri þræll. Þegar Ryan sagði mér að gera eitthvað þá þurfti ég að gera það," sagði Greville sem segist hafa komist að því meðan á sambandi hennar og Giggs stóð að hann ætti í kynferðislegu sambandi með átta öðrum konum.

Réttarhöldin halda áfram en talið er að þeim muni ekki ljúka fyrr en eftir um tíu daga.