fös 12.ágú 2022
„Núna er kominn tími á sigur hjá þeim"
Stjarnan og Breiðablik áttust við á dögunum í stórskemmtilegum leik.
Í kvöld og á morgun fara fram undanúrslitin í Mjólkurbikar kvenna. Fjörið byrjar í Garðabænum þegar Stjarnan og Valur eigast við, og á morgun mætast svo Selfoss og Breiðablik.

Farið var yfir þessa leiki og spáð var í spilin fyrir þá í Heimavellinum fyrr í þessari viku.

Fréttararitar Fótbolta.net, þau Alexandra Bía, Guðmundur Aðalsteinn og Sigríður Dröfn voru öll sammála í sinni spá. Þau spá því öll að Stjarnan og Breiðablik komist áfram og mætist í grannaslag í úrslitaleiknum.

„Stjarnan hefur gert jafntefli við bæði Breiðablik og Val nýverið. Núna er kominn tími á sigur hjá þeim," sagði Sigríður Dröfn.

Stjarnan gerði 1-1 jafntefli við Val á dögunum og var það bara hörkuleikur. Það verður áhugavert að sjá hvað gerist í kvöld.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér fyrir neðan.