sun 14.ágú 2022
Nýr markvörður Lazio tók boltann upp utan teigs

Luis Maximiano byrjar ferilinn hjá Lazio ekki vel en hann var fenginn til að taka við markmannsstöðunni af Tomas Strakosha, sem er í dag varamarkvörður fyrir David Raya hjá Brentford.Hann var aðeins búinn að spila í fimm mínútur af sínum fyrsta leik með sínu nýja félagi þegar hann fékk beint rautt spjald fyrir að taka boltann upp með höndum utan vítateigs.

Ótrúlega klaufalegt atvik og neyddist Maurizio Sarri til að skipta Ivan Provedel inn af bekknum, en Provedel kom einnig í sumar til að berjast um markmannsstöðuna eftir að hafa átt mjög gott ár með Spezia á síðustu leiktíð.

Tíu leikmenn Lazio berjast nú við Bologna í áhugaverðri viðureign í fyrstu umferð ítalska deildartímabilsins.

Sjáðu atvikið