fim 18.ágú 2022
Dean Martin: Eins og að horfa á bíómynd

Ég var bara brotin í hálfleik í rauninni 3-0 undir og búnir að gefa rosalega auðveld mörk að mínu mati. Á móti góðu Fylkisliði, þú getur ekki gefið Fylki 3-0 stöðu," sagði svekktur Dean Martin, þjálfari Selfoss, eftir leik á móti Fylki.Við vorum bara kærulausir og það var hræðsla í okkur. Við vorum ekki við sjálfir, þetta var ekki mitt lið sem ég sá á vellinum í fyrri hálfleik. Þetta var skelfilegt, eins og að horfa á bíómynd. Ég hafði ekki hugmynd um hvað myndi gerast næst, þetta var ólíkt okkur. Ég get ekki útskýrt af hverju."

Þrjá leikmenn inn, þrjá leikmenn út. Þú getur ekki sætt þig við þetta að vera 3-0 undir í hálfleik svo þú verður að gera eitthvað. Menn koma inn með smá ástríðu og við skorum eitt mark og svo annað. Þá kemur smá kúkur í buxun hjá hinu liðinu. Svo skora þeir mörk sem að klára leikinn."

Dean talaði um stöðu liðsins í framhaldinu og hvernig þá hefur skort stöðuleika. Hann talaði einnig um mikilvægi þess að læra af þeim misstökum sem þeir hafa gert á tímabilinu.