fös 19.ágú 2022
Yfirlýsing: HK biður Damir og fjölskyldu Ísaks Snæs afsökunar
Damir Muminovic.
HK hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar hjá hluta af stuðningsmönnum liðsins.

Sjá einnig:
Kyrja mjög ljóta söngva um Damir aftur og aftur
Ísak Snær segir hóp ungra HK-inga hafa ráðist á systur sínarHK biður Damir og fjölskyldu Ísaks Snæs afsökunar

HK vill óska Blikum til hamingju með sigurinn í kvöld. Leikurinn var góð skemmtun og mikil stemning í Kórnum.

Þó bar skugga á að háttvísi nokkurra áhorfenda í garð Damir Muminovic og fjölskyldumeðlima Ísaks Snæs Þorvaldssonar var verulega ábótavant.

Slík hegðun er ekki í anda þess sem félagið vill standa fyrir og viljum við koma á framfæri innilegri afsökunarbeiðni til hlutaðeigandi.

Frosti Reyr Rúnarsson
Formaður knattspyrnudeildar HK