lau 27.ágú 2022
3. deild: Dalvíkingar tóku Víði í kennslustund í toppbaráttunni
Þröstur Mikael skoraði tvennu í mikilvægum sigri.

Dalvík/Reynir er í góðri stöðu í afar þéttri toppbaráttu 3. deildar. Þar eru þrjú stig sem skilja fjögur efstu liðin að á lokametrum sumarsins.Dalvíkingar tóku Víðismenn í kennslustund í toppbaráttuleiknum og skópu þriggja marka sigur. Þröstur Mikael Jónasson skoraði tvennu.

Dalvík er í öðru sæti eftir sigurinn, einu stigi eftir toppliði Sindra en með leik til góða.

Sindri lagði Augnablik að velli í dag þökk sé tvennu frá Hermanni Þór Ragnarssyni.

Að lokum vann KFG gegn KFS og eru Garðbæingar í þriðja sæti, tveimur stigum eftir toppliði Sindra. Það vantar upplýsingar um markaskorara úr viðureigninni.

Þá tók fallbaráttulið KH á móti Kára en það vantar upplýsingar úr þeirri viðureign. KH þarf sigur í fallbaráttunni á meðan Kári siglir lygnan sjó.

Dalvík/Reynir 3 - 0 Víðir
1-0 Þröstur Mikael Jónasson ('17 )
2-0 Malakai Pharrelle Taylor McKenzie ('59 )
3-0 Þröstur Mikael Jónasson ('65 )

KFG 3 - 0 KFS
1-0 Kári Pétursson ('2 )
2-0 vantar upplýsingar
3-0 vantar upplýsingar

Augnablik 1 - 2 Sindri
0-1 Hermann Þór Ragnarsson ('6 )
1-1 Hrannar Bogi Jónsson ('57 )
1-2 Hermann Þór Ragnarsson ('64 )