mið 31.ágú 2022
Klopp: Sá miðjumaður ákvað að fara annað
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að félagið hafi fyrr í sumar reynt að fá inn miðjumann en sá einstaklingur hafi valið að fara frekar í annað félag.

Liverpool er að reyna að kaupa miðjumann áður en félagaskiptaglugginn lokar á morgun.

„Við vorum að reyna að kaupa miðjumann en sá miðjumaður ákvað að fara annað. Svoleiðis getur gerst," segir Klopp.

Þarna er talið að Klopp sé að tala um franska landsliðsmanninn Aurelien Tchouameni sem ákvað fara frá Mónakó til Real Madrid, frekar en til Liverpool.

Það er spurning hvort félagið nái að landa miðjumanninn fyrir lok gluggans. Er Your Tielemans kannski möguleiki?