mið 31.ágú 2022
Sky: Chelsea býður 43 milljónir punda í miðjumann Ajax
Edson Alvarez
Sky Sports greinir frá því í kvöld að Chelsea hafi lagt fram 43 milljón punda tilboð í Edson Alvarez, leikmann Ajax í Hollandi.

Alvarez er 24 ára gamall landsliðsmaður frá Mexíkó sem getur spilað bæði sem miðvörður og á miðjunni.

Hann hefur verið lykilmaður í liði Ajax síðan hann kom frá Club America fyrir þremur árum.

Chelsea hefur nú lagt fram 43 milljón punda tilboð í leikmanninn en ekki er ljóst hvort Ajax samþykki það eða ekki.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur talað um það að bæta við sig framherja og miðjumanni áður en glugginn lokar en félagið hefur eytt um 268 milljónum punda í glugganum til þessa.

Ajax hefur misst marga mikilvæga leikmenn í sumar en þar má nefna Lisandro Martínez, Antony, Sebastian Haller, Ryan Gravenberch, Perr Schuurs, Nicolas Tagliafico og Noussair Mazraoui.