fim 01.sep 2022
Wolves lánar Pálma Rafn til Noregs (Staðfest)
Pálmi Rafn Arinbjörnsson
Pálmi Rafn Arinbjörnsson, markvörður Wolves á Englandi, mun spila með norska B-deildarliðinu Skeid á láni út tímabilið en gengið var frá skiptunum í gær.

Pálmi er 18 ára gamall og var á mála hjá Njarðvík áður en Wolves keypti hann fyrir tæpum þremur árum.

Hann spilar með U21 árs liði Wolves en fær nú tækifærið að spila meistaraflokksbolta í Noregi.

Pálmi gerði lánssamning við norska B-deildarfélagið Skeid út þetta tímabil.

Skeid er í 14. sæti B-deildarinnar með 15 stig þegar átta leikir eru eftir.

Þessi ungi og efnilegi markvörður á 14 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.