lau 03.sep 2022
Zlatan ekki í Meistaradeildarhópnum hjá Milan

Stefano Pioli stjóri AC Milan á Ítalíu hefur opinberað hópinn sem mun mæta til leiks í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Það vekur athygli að Zlatan Ibrahimovic er ekki í hópnum. Sergiño Dest og Divock Origi gengu til liðsins í sumar en þeir eru báðir í hópnum. Þá eru einnig menn eins og Fikayo Tomori og Olivier Giroud.

Zlatan Ibrahimovic fær hins vegar ekki að taka þátt í riðlakeppninni þar sem hann er ekki skráður í hópinn. Tiémoué Bakayoko er einnig skilinn útundan.

Þeir gátu ekki verið með vegna skráningareglna UEFA fyrir Meistaradeildina. Milan leikur í E-Riðli ásamt Chelsea, Red Bull Salzburg og Dinamo Zagreb.