sun 04.sep 2022
Byrjunarlið Víkings og ÍBV: Halldór Smári inn í lið Víkinga - Markvarðarskipting hjá ÍBV
Halldór Smári Sigurðsson er mættur í lið Víkinga eftir meiðsli.
Klukkan 14:00 flautar lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson til leiks í Víkinni þar sem Víkingur og ÍBV mætast í 20.umferð Bestu deildar karla. 

Víkingar frá Reykjavík sitja í þriðja sæti deildinnar með 35.stig á meðan Eyjamenn sitja í því níunda með 18.stig. 

Arnar Bergmann Gunnlaugsson gerir þrjár breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn KA í síðustu umferð. Halldór Smári Sigurðsson snýr aftur í byrjunarlið Víkinga og þá koma Birnir Snær Ingason og Arnór Borg Guðjohnsen báðir inn í liðið hjá heimamönnum. Pablo Punyed og Erlingur Agnarsson eru ekki í leikmannahópi Víkinga í dag en þeir eru báðir í leikbanni.

Hermann Hreiðarsson gerir tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Hermann Hreiðarsson gerir markvarðarskiptingu en Guðjón Orri Sigurjónsson fær sér sæti á bekknum og Jón Kristinn Elíasson byrjar í rammanum hjá gestunum í ÍBV. Fyrirliðin Eiður Aron Sigurbjörnsson snýr aftur í lið Eyjamanna eftir leikbann og Kundai Benyu fær sér sæti á bekknum hjá ÍBV