fim 08.sep 2022
Ronaldo lék í samræmi við aldur sinn
Cristiano Ronaldo er 37 ára.
Dan Marsh, blaðamaður Mirror, var síður en svo hrifinn af frammistöðu Cristiano Ronaldo í tapinu gegn Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld.

Ronaldo, sem er 37 ára, hefur spilað í Meistaradeildinni síðustu 19 ár en nú lék hann sinn fyrsta Evrópudeildarleik. Og óhætt er að segja að leikurinn hafi ekki farið eftir áætlun United.

„Í fyrsta sinn síðan hann gekk aftur í raðir félagsins fyrir tólf mánuðum þá spilaði Ronaldo í samræmi við aldur sinn. Varnarmen Sociedad voru fljótir að umkringja hann og Ronaldo var alltaf of seinn allan leikinn," segir Marsh um frammistöðu portúgölsku stórstjörnunnar.

Ronaldo fékk tækifæri í byrjunarliðinu en verður væntanlega að nýju meðal varamanna þegar United mætir Crystal Palace á sunnudag.

„Þetta var ekki kvöld sem mun lifa í minningunni hjá leikmanni sjö hjá United. Hann fer núna væntanlega aftur á bekkinn núna eftir að hafa engan veginn nýtt tækifæri sitt."

Sjá einnig:
Einkunnir Man Utd: Fred og Ronaldo verstir