fös 09.sep 2022
Tottenham spilar bolta sem hentar vel til að vinna Meistaradeildina

Antonio Conte stýrði Tottenham í fjórða sætið á síðustu leiktíð og þar með sæti í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.

Þeir hófu leik í Meistaradeildinni í vikunni þar sem Richarlison skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri liðsins á Marseille.Tim Sherwood fyrrum stjóri liðsins sagði hjá TalkSPORT að Tottenham ætti mikla möguleika á að vinna Meistaradeildina.

„Þú ert með stjóra sem er raðsigurvegari, vinnur hvert sem hann fer. Hann þarf að vinna í ár, Daniel Levy hefur eytt peningum sem hann gerir sjaldan," sagði Sherwood.

„Conte fær heimsklassa leikmenn til að vinna fyrir liðið, koma fyrir aftan boltann og sækja hratt. Þeir spila bolta sem hentar vel í að vinna Meistaradeildina."

Sporting vann Frankfurt 3-0 í hinum leik riðilsins.