lau 10.sep 2022
[email protected]
Ísland í dag - Fer bikarinn á loft í Árbænum?
Það er heil umferð í Lengjudeildinni í dag en allir leikirnir fara fram klukkan 14.
Það verður veisla í Árbænum þar sem Fylkismenn taka á móti Þrótti Vogum. Fylkir getur tryggt sér titilinn í dag en liðið er með fimm stiga forystu á HK þegar tvær umferðir eru eftir. HK heimsækir Grindavík. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir fær Víking í heimsókn í Lengjudeild kvenna. Með sigri fara heimakonur uppfyrir Víking í 4. sæti deildarinnar. laugardagur 10. september
Lengjudeild karla 14:00 Grindavík-HK (Grindavíkurvöllur) 14:00 Fylkir-Þróttur V. (Würth völlurinn) 14:00 KV-Þór (KR-völlur) 14:00 Fjölnir-Grótta (Extra völlurinn) 14:00 Vestri-Selfoss (Olísvöllurinn) 14:00 Kórdrengir-Afturelding (Framvöllur) Lengjudeild kvenna 12:30 Fjarðab/Höttur/Leiknir-Víkingur R. (Fjarðabyggðarhöllin)
|