lau 10.sep 2022
Osimhen frá í að minnsta kosti einn mánuð
Victor Osimhen.

Sóknarmaður Napoli, Victor Osimhen, verður frá keppni vegna meiðsla í að minnsta kosti einn mánuð.Osimhen var tæpur fyrir leikinn gegn Liverpool í miðri viku og hafði æft einn fram að leiknum. Ákveðið var að setja hann í byrjunarliðið og átti hann mjög góðan leikur áður en hann meiddist í vöðva seint í fyrri hálfleiknum.

Napoli hefur byrjað tímabili mjög vel en ljóst er að það er mikill skellur fyrir liðið að missa sinn aðal markaskorara í meiðsli en Osimhen er meiðslagjarn.

Í september árið 2020 gekk Osimhen í raðir Napoli fyrir 80 milljónir evra en leikmaðurinn hefur misst af allt að 40 leikjum vegna meiðsla hingað til.

Hann missti af þremur mánuðum á síðasta tímabili en það var hins vegar vegna höfuðmeiðsla. Þá greindist hann tvívegis með Covid-19 veiruna en inn á milli hefur hann átt við vöðvameiðsli að stríða.