lau 10.sep 2022
Felix heyrði ekkert af tilboði Man Utd

Portúgalski leikmaðurinn Joao Felix segist ekkert hafa heyrt varðandi það að Manchester United hafi boðið í leikmanninn undir lok félagsskiptagluggans.Greint var frá því að Man Utd hafi boðið risa upphæð í Felix en Atletico Madrid tók það ekki í mál að selja þennan skemmtilega leikmann.

Árið 2019 keypti Atletico Madrid leikmanninn frá Benfica fyrir háa upphæð en þá kostaði kappinn 106 milljónir punda.

Hann var smá stund að koma sér í gang hjá liðinu en Felix átti mjög gott tímabil á síðustu leiktíð með Atletico.

„Ég heyrði ekkert um þetta...svo þetta er eitthvað fyrir forsetann að eiga við," sagði Felix stuttorður þegar hann var spurður út í tilboð Man Utd.

Atletico Madrid mætir Celta Vigo í La Liga deildinni á Spáni í kvöld.