sun 11.sep 2022
Byrjunarlið Leiknis og Vals: Patrick, Heiðar og Lasse byrja hjá Val
Patrick Pedersen byrjar hjá Val.
Hjalti byrjar hjá Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leiknir og Valur mætast í 21. umferð Bestu-deildar karla klukkan 14:00 en leikið er í Breiðholtinu. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis gerir tvær breytingar á liðinu sínu frá 9 - 0 tapinu gegn Víkingi í vikunni. Hjalti Sigurðsson og Daníel Júlían Jónsson koma inn fyrir Róbert Quental og Kristófer Konráðsson.

Þrír leikmenn Vals verða í banni vegna uppsafnaðra áminningar. Aron Jóhannsson og Haukur Páll Sigurðsson hafa safnað sjö gulum spjöldum og Sebastian Hedlund fjórum. Valur tapaði 1 - 0 fyrir Breiðabliki í síðasta leik og  Ólafur Jóhannesson þjálfari liðsins gerir þrjár breytingar frá þeim leik.  Heiðar Ægisson, Lasse Petry og Patrick Pedersen koma inn fyrir þá Hauk Pál Sigurðsson, Aron Jóhannsson og Arnór Smárason.

Beinar textalýsingar:
14:00 KA - Breiðablik
14:00 FH - ÍA
14:00 KR - Stjarnan
14:00 Keflavík - Víkingur
14:00 ÍBV - Fram
14:00 Leiknir - Valur