mán 12.sep 2022
[email protected]
Umboðsmaður Rashford ýkti áhuga PSG
Marcus Rashford átti ekki gott tímabil með Manchester United á síðiasta tímabili. Hann skoraði aðeins fimm mörk í öllum keppnum.
Hann virtist mjög áhugalaus undir það síðasta á síðasta tímabili og þegar PSG bankaði á dyrnar hefði enginn kennt honum um að vilja fara þangað. Ben Jacobs fréttamaður hjá CBS greinir frá því á Twitter að Rashford hafi aldrei verið inn í myndinni hjá PSG. „PSG lítur ekki svo á að þeim hafi mistekist að næla í Rashford. Félaginu fanst alltaf eins og umboðsmaðurinn hans væri að nota hann til að fá betri samning hjá United," skrifar Jacobs á Twitter. United er sagt tilbúið að bjóða Rashford nýjan samning en núgildandi samningur rennur út árið 2024. Rashford er með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í sex leikjum á þessari leiktíð.
|