mán 12.sep 2022
Nik: Hún slökkti á sér og hengdi sig út til þerris
Nik Chamberlain.

„Leikurinn var alveg eins og ég átti von á. Að Keflavík myndi liggja til baka og beita skyndisóknum. Við réðum ekki of vel við það í fyrri hálfleiknum. Þær sköpuðu tvö stórhættuleg færi í fyrri hálfleiknum en við náðum ekki gera nógu vel sóknarlega og þetta var slakur fyrri hálfleikur. Við hefðum samt átt að skora því Murphy (Agnew) klúðraði fyrir opnu færi," sagði Nik Chamberlain þjálfari Þróttar eftir 2 - 3 tap heima fyrir Keflavík í Bestu-deild kvenna í kvöld.„Svo var þetta bara einstefna í seinni hálfleik og við skoruðum gott mark snemma en þá skoruðu þær strax úr miðjunni og gengu frá leiknum. Það er óásættanlegt að fá á sig mark upp úr miðju. Lony (Lorena Baumann) slökkti bara á sér. Þær spörkuðu bara langt úr miðjunni eins og í fyrri hálfleiknum en hún slökkti bara á sér og hengdi sig út til þerris."

Keflavík voru sterkar í loftinu og réðu vel við fyrirgjafir Þróttara. Hefði Þróttur átt að nýta betur fyrirgjafir og horn?

„Já algjörlega, það er ástæðulaust að dæla öllum þessum fyrirgjöfum inn í teiginn en við urðum stressuð og panikkuðum. Stundum var það hægt en mörkin okkar komu svo bara þegar við spiluðum í gegnum þær."

Nánar er rætt við Nik í spilaranum að ofan.