mán 12.sep 2022
Kounde: Guardiola sagðist elska mig
Kounde í leik með Sevilla
Joules Kounde varnarmaður Barcelona var mjög eftirsóttur í sumar. Chelsea og Manchester City höfðu mikinn áhuga á leikmanninum en hann valdi Barcelona að lokum.

Þessi fyrrum leikmaður Sevilla gekk til liðs við félagið frá Bordeaux árið 2019 en hann sagði frá því að Pep Guardiola stjóri Manchester City, hafði samband við sig á fyrsta árinu hjá Sevilla.

„Já, hann hringdi í mig, hann sagðist elska mig og að honum fyndist ég passa vel í stílinn sem hann vill spila," sagði Kounde.

Hann sagði einnig frá samtali sem hann hafði við Xavi og Guardiola í sumar.

„Ég talaði mikið um fótbolta við þá báða. Ég kann að meta það, ég áttaði mig á því í samtalinu við þá að þeir höfðu séð mig spila. Þeir vissu nákvæmlega hvað ég gæti. Þeir sögðu ekki bara eitthvað. Þeir voru mjög nákvæmnir."