þri 13.sep 2022
Fjórir titlar á þremur dögum til Akureyrar
Íslandsmeistararnir í 4. flokki Þórs

Þór frá Akureyri varð Íslandsmeistari í 4. flokki eftir stórsigur á FH á Kaplakrikavelli í gær. Leiknum lauk 5-1.Þórs liðið fór taplaust í gegnum deildina og er komið í úrslit bikarsins sem fram fer á Kópavogsvelli gegn Breiðablik um næstu helgi.

Þá var 3. flokkur Þór/KA bikarmeistari eftir 2-0 sigur á Breiðablik á SaltPay vellinum á Akureyri á sunnudaginn.

Þór vann einnig Íslandsmeistaratitil í 5. flokki B liða. Liðið sigraði KR 4-2.

Þá vann C-lið 5. flokks KA sigur á Íslandsmótinu eftir úrslitaleik gegn Fram.