þri 13.sep 2022
Ronaldo endurskoðar tilboð frá Sádi-Arabíu
Cristiano Ronaldo.
Kante hafnaði nýju tilboði frá Chelsea.
Mynd: EPA

Gavi.
Mynd: Getty Images

Ronaldo, Kante, Rashford, Akanji og Marquinhos eru meðal leikmanna sem koma við sögu í slúðurpakka dagsins.

Cristiano Ronaldo (37) hafnaði risatilboði frá ónefndu félagi í Sádi-Arabíu upp á 211 milljónir punda í árslaun. Portúgalski sóknarmaðurinn er nú sagður vera að endurskoða tilboðið. (Athletic)

Harry Kane (29) finnst freistandi tilhugsun að spila fyrir Bayern München. Þýskalandsmeistararnir hafa haft samband við umboðsmenn hans til að kanna áhuga þessa sóknarmanns Englands og Tottenham. (Express)

N'Golo Kante (31) hefur hafnað nýjum tveggja ára samningi frá Chelsea. Núgildandi samningur hans rennur út 2023. (Athletic)

Marcus Rashford (24), Luke Shaw (27), David de Gea (31), Diogo Dalot (23) og Fred (29) gætu allir yfirgefið Manchester United á frjálsri sölu þegar samningar þeirra renna út í júní. Manchester United getur hinsvegar virkjað ákvæði um árs framlengingu í samningum þeirra allra. (Manchester Evening News)

Svissneski miðvörðurinn Manuel Akanji (27) sem gekk í raðir Manchester City frá Borussia Dortmund viðurkennir að hafa verið stuðningsmaður Manchester United í æsku. (Blick)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill senda brasilíska vængmanninn Marquinhos (19) á lán til að hann fái meiri spiltíma. (FourFourTwo)

RB Leipzig hafnaði tilboði frá Chelsea í króatíska varnarmanninn Josko Gvardiol (20) en það er sannfært um að fleiri félög blandi sér í baráttu um hann næsta sumar, þar á meðal Manchester City. (Fabrizio Romano)

Spænski miðjumaðurinn Gavi (18) gæti gert nýjan samning við Barcelona í þessari viku. Í honum verður riftunarákvæði uppá einn milljarð evra. Gavi hefur verið orðaður við Liverpool. (Diario Sport)

Manchester United telur að eigin óákveðni hafi komið í veg fyrir að félagið fékk Frenkie de Jong (25) frá Barcelona í sumar. Félagið velti því fyrir sér hvort það ætti að ganga að 73 milljóna punda verðmiðanum. (Mirror)

Rui Costa, forseti Benfica, telur að 64 milljóna punda kaupverð Liverpool réttlæti þá ákvörðun portúgalska félagsins að selja úrúgvæska sóknarmanninn Darwin Nunez (23). (Mail)

Belgíski sóknarmaðurinn Divock Origi (27), sem gekk í raðir AC Milan á frjálsri sölu frá Liverpool í júlí, er sagður vera verstu kaup ítalska boltans í sumar. (Mail)

Thierry Henry hrósar Folarin Balogun (21) fyrir hans ákvörðun að ganga í raðir Reims á láni frá Arsenal. Balogun hefur skorað fimm mörk í sjö leikjum fyrir franska liðið. (Evening Standard)

Darren Fletcher sem er í þjálfarateymi Manchester United vildi sjá félagið fá Nathan Collins (21) frá Burnley í sumar. United sóttist frekar eftir Lisandro Martínez og Collins fór til Wolves. (Mirror)

Kjetil Knutsen stjóri Bodö/Glimt er samkvæmt veðbönkum líklegastur til að taka við Brighton. Ítalinn Roberto De Zerbi sem var hjá Shaktar Donetsk er einnig talinn líklegur. (The Sun)