þri 13.sep 2022
Gummi Magg nálgast Nökkva - Einvígi í lokaumferð Lengjudeildarinnar
Guðmundur Magnússon.
Kjartan Kári Halldórsson í Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Magnússon, sóknarmaður Fram, er kominn í annað sætið yfir markahæstu leikmenn Bestu deildarinnar. Hann skoraði tvívegis í 2-2 jafntefli gegn ÍBV á sunnudaginn.

Nökkvi Þeyr Þórisson er enn markahæstur með sautján mörk, hann hefur yfirgefið KA og deildina en hann er genginn í raðir Beerschot.

Guðmundur er með fjórtán mörk en Ísak Snær Þorvaldsson í Breiðabliki er með þrettán. Emil Atlason í Stjörnunni er með ellefu en spilar væntanlega ekki meira á tímabilinu vegna meiðsla.

Síðasta umferðin fyrir tvískiptingu deildarinnar verður á laugardaginn. Þá verða spilaðar fimm umferðir til viðbótar í efri og neðri deild.

Markahæstir í Bestu deildinni
17 mörk - Nökkvi Þeyr Þórisson, KA (5 víti)
14 - Guðmundur Magnússon, Fram (2)
13 - Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðablik
11 - Emil Atlason, Stjarnan (1)
10 - Andri Rúnar Bjarnason, ÍBV (2)
8 - Helgi Guðjónsson, Víkingur (1)
8 - Patrik Johannesen, Keflavík (1)

Í Lengjudeildinni er eina spennan fyrir lokaumferðina hver verður markakóngur. Kjartan Kári í Gróttu og Laursen í Fylki eru báðir með fimmtán mörk. Benedikt Daríus í Fylki kemur þar á eftir með þrettán mörk.

Lokaumferðin verður leikin á laugardag þar sem Fylkir heimsækir Þór á Akureyri en Grótta fær Grindavík í heimsókn.

Markahæstir í Lengjudeildinni
15 - Kjartan Kári Halldórsson, Grótta
15 - Mathias Laursen, Fylkir
13 - Benedikt Daríus Garðarsson, Fylkir
11 - Harley Willard, Þór
10 - Marciano Aziz, Afturelding
10 - Gonzalo Zamorano, Selfoss
10 - Hákon Ingi Jónsson, Fjölnir
10 - Stefán Ingi Sigurðarson, HK


Mathias Laursen í Fylki