þri 13.sep 2022
[email protected]
Klopp vildi ólmur fá Valverde áður en glugginn lokaði
 |
Federico Valverde. |
Liverpool vildi kaupa miðjumanninn Federico Valverde áður en félagaskiptaglugginn lokaði á dögunum.
Liverpool var í leit að miðjumanni áður en glugginn lokaði og endaði félagið að lokum á því að fá hinn brasilíska Arthur Melo á láni frá Juventus.
AS á Spáni segir frá því að Jurgen Klopp hafi samt verið hvað spenntastur fyrir því að fá Valverde frá Real Madrid.
Valverde lagði upp sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool á síðustu leiktíð með góðum spretti. Það er sagt frá því í grein spænska fjölmiðilsins að Liverpool hafi boðið 100 milljónir evra í Valverde áður en glugginn lokaði, en Real Madrid harðneitaði að selja hann enda er hann mikilvægur fyrir spænska stórveldið. Valverde er með samning til 2027 og er ekki á förum frá Real Madrid.
|