þri 13.sep 2022
Heimavöllurinn: Lifandi hliðarlína, lopapeysur og úrslitaleikur hjá topp 2
María Dögg Jóhannesdóttir, leikmaður Tindastóls, og Telma Hjaltalín, leikmaður FH, eru á leið upp úr Lengjudeildinni og eru gestir Heimavallarins
Þegar ein umferð er eftir af Lengjudeildinni er ljóst hvaða lið fara upp og hver fara niður. María Dögg Jóhannesdóttir og Telma Hjaltalín, fulltrúar Tindastóls og FH, sem hafa þegar tryggt sér sæti í efstu deild að ári mæta á Heimavöllinn og fara yfir sumarið. Þær hita líka upp fyrir lokaumferðina en í henni mætast einmitt toppliðin tvö og berjast um sigur í deildinni. Þátturinn er sjálfsögðu í boði Dominos, Heklu og Orku Náttúrunnar sem standa þétt við bakið á umfjöllun um knattspyrnu kvenna.

Á meðal efnis:

- Geggjaðir gestir úr toppliðum Lengjunnar

- Sjúkraþjálfari FH í fyrra, markahæst í ár

- Stutt stopp og beint aftur upp

- Dominos-spurningin rifjar upp sumarið 2019

- Þvílík bæting á deildinni en ýmislegt má betur fara

- Gestirnir velja erfiðustu mótherja sumarsins

- Hvaða stuðningsfólk hefur verið ON?

- Líflegt á hliðarlínunni

- Ruslakarlar eru krúsjal

- Hvað tekur við hjá gestunum?

Stúkan verður stöppuð á föstudagskvöld

- Heklan er í 200 leikja klúbbnum fyrir sinn eina sanna klúbb

- Þetta og margt fleira í þætti dagsins.

Hlustaðu hér að ofan, í gegnum hlaðvarpsveituna þína eða á Heimavöllurinn.is

Þátturinn er í boði Dominos, Heklu og Orku náttúrunnar.

Heimavöllurinn er einnig á Instagram en þar eru knattspyrnu kvenna gerð skil á lifandi hátt alla daga vikunnar.