mið 14.sep 2022
Fjölnir auglýsir eftir þjálfara fyrir 2.flokk karla

Knattspyrnudeild Fjölnis auglýsir stöðu þjálfara 2. flokks karla lausa til umsóknar.Leitað er eftir jákvæðum og metnaðarfullum einstakling með ástríðu fyrir knattspyrnuþjálfun.

Viðkomandi þarf að hafa lokið UEFA-A þjálfaragráðu og reynsla af þjálfun er skilyrði.

Í boði er krefjandi, fjölbreytt og skemmtilegt starf við góðar aðstæður.

Hjá Fjölni er unnið metnaðarfullt starf hjá yngri flokkum og meistaraflokki, en þjálfari 2. flokks starfar náið með meistaraflokki.

Í umsókn þarf að koma fram menntun, reynsla og annað sem umsækjandi telur mikilvægt að komi fram.

Umsóknir skulu berast á [email protected] og [email protected] fyrir 23. september.