þri 13.sep 2022
Amazon mun fylgja þýska landsliðinu eftir á HM
Leroy Sane í leik gegn Íslandi.
Þýska landsliðið verður með mikið teymi í kringum sig á heimsmeistaramótinu í Katar í vetur.

Með í för verður framleiðsluteymi frá Amazon en núna er verið að vinna að þáttum um þýska landsliðið og verður aðaláherslan lögð á mótið sjálft.

Svipaðir þættir hafa verið gerðir fyrir brasilíska landsliðið, Manchester City, Tottenham og Arsenal.

Þjóðverjar ollu miklum vonbrigðum á síðasta heimsmeistaramóti eftir að hafa orðið meistarar árið 2014.

Þættirnir verða gefnir út vorið 2023 og verður svo sannarlega áhugavert að sjá hvernig þeir verða.