mið 14.sep 2022
Ísland í dag - Besta deild kvenna og úrslitakeppnin í 4. deild
Þór/KA spilar í dag.
Mynd: Hanna Símonardóttir

Það fara fram þrír leikir á Íslandi í dag en einn leikur er á dagskrá í Bestu deild kvenna og þá fara fram síðari leikirnir í undanúrslitum fjórðu deildarinnar.Þór/KA og ÍBV mætast fyrir norðan en heimakonur þurfa nauðsynlega á öllum þremur stigunum að halda því mjög stutt er í fallsætið eftir sigur Aftureldingar á KR í gær.

ÍBV hins vegar er í þægilegum málum um miðja deild en þessi leikur hefst klukkan 16:45 á Salt Pay vellinum á Akureyri.

Þá fara fram síðari leikirnir í undanúrslitum í 4. deildinni. Einherji mætir Ými á heimavelli en Einherji valtaði yfir fyrri leikinn á útivelli. Þá mætast Árbær og Hvíti Riddarinn en Árbær leiðir einvígið með tveimur mörkum gegn einu eftir fyrri leikinn.

Besta-deild kvenna
16:45 Þór/KA-ÍBV (SaltPay-völlurinn)

4. deild karla - úrslitakeppni
16:15 Einherji-Ýmir (Vopnafjarðarvöllur)
19:30 Árbær-Hvíti riddarinn (Würth völlurinn)