mið 14.sep 2022
Meistaradeildin í dag - Skorar Haaland gegn sínum fyrrum félögum?
Haaland mætir Dortmund.
Potter stýrir sínum fyrsta leik hjá Chelsea.
Mynd: EPA

Önnur umferðin í Meistaradeild Evrópu heldur áfram í dag en þá verða níu leikir á dagskrá.Venjulega væru þeir einungis átta en leikur Rangers og Napoli, sem átti að vera í gær, var færður til og verður því í kvöld.

Manchester City mætir Dortmund en þeir bláklæddu völtuðu yfir Sevilla í sínum fyrsta leik og sömu sögu má segja um Dortmund sem fór létt með FCK í fyrstu umferð.

Haaland mætir þarna sínum gömlu félögum en hann hefur verið í miklum ham upp á síðkastið og ekki ólíklegt að hann skori í kvöld.

Chelsea mætir Salzburg á heimavelli í sínum fyrsta leik undir stjórn Graham Potter en liðið tapaði óvænt gegn Dinamo Zagreb í fyrsta leik. Króatarnir mæta AC Milan á Ítalíu.

Þá tekur Real Madrid á móti RB Leipzig svo eitthvað sé nefnt en alla leiki kvöldsins má sjá hér fyrir neðan.

Riðill F
16:45 Shakhtar D - Celtic
19:00 Real Madrid - RB Leipzig

Riðill E
16:45 Milan - Dinamo Zagreb
19:00 Chelsea - Salzburg

Riðill G
19:00 Man City - Dortmund
19:00 FCK - Sevilla

Riðill H
19:00 Juventus - Benfica
19:00 Maccabi Haifa - PSG

Riðill A
19:00 Rangers - Napoli