mið 14.sep 2022
KA/Hamrarnir bikarmeistarar í 3. flokki karla
Sigurmarkið í uppsiglingu.
KA/Hamrarnir er bikarmeistari í 3. flokki karla eftir sigur á KR í úrslitaleik keppninnar.

Leikurinn - sem fór fram á Meistaravöllum - fór í framlengingu og þar var það KA sem skoraði sigurmarkið. Dagbjartur Búi Davíðsson gerði markið sem skildi liðin að.

KA/Hamrarnir lögðu Dalvík/Reyni, Austurland, ÍA/Skallagrím/VíkÓ og FH á leið sinni í úrslitaleikinn.

Það er óhætt að segja að norðanmenn séu vel komnir að þessum flottu úrslitum. Til hamingju!