mið 14.sep 2022
Álftanes er Íslandsmeistari í 5. flokki kvenna
Álftanes er Íslandsmeistari í 5. flokki kvenna - A-liða - eftir sigur gegn Breiðabliki í hreinum úrslitaleik.

Álftanes vann leikinn 3-2 eftir hörkuleik, en það voru um 200 manns sem fylgdust með leiknum og studdu við bakið á stelpunum sem voru að etja kappi.

Á myndinni sem fylgir þessari frétt má sjá sigurliðið.

Efri röð frá vinstri, María Rún Björgvinsdóttir þjálfari, Kamilla Freysdóttir, Ólína Hólmsteinsdóttir, Halla Hólmsteinsdóttir, Eydís Guðmundsdóttir, Bríet Dagbjartsdóttir, Maggy Ashipala, Jóhannes Sigurðsson þjálfari.

Neðri röð frá vinstri, Aníta Guðfinnsdóttir, Inga Guðmundsdóttir, Viktoría Skarphéðinsdóttir og Ásta Evertsdóttir.

Til hamingju Álftanes með þennan glæsilega áfanga.