þri 13.sep 2022
Jorginho: Brottrekstur Tuchel var leikmönnum að kenna
Á góðri stundu.

Varafyrirliði Chelsea, Jorginho, segir að að hafi verið leikmönnum liðsins að kenna að Thomas Tuchel hafi fengið sparkið.Þýski stjórinn var rekinn eftir tap Chelsea gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku en Graham Potter tók við liðinu í kjölfarið.

Ítalski miðjumaðurinn segir að leikmenn liðsins verði að hluta til að taka á sig sök fyrir brottrekstrinum á Tuchel. 

„Auðvitað, við erum lið. Það er ekki einn maður sem ber ábyrgð á þessu," sagði Jorginho.

„Við erum lið og hópur á vellinum. Auðvitað er það á okkar ábyrgð að þetta fór svona."

„Við reyndum allt sem við gátum og við reyndum að gera betur. Það gekk ekki og núna er það áskorun fyrir okkur að vinna upp sjálfstraustið."

Chelsea mætir FC Salzburg á Stamford Bridge á morgun en það verður fyrsti leikur Graham Potter hjá Lundúnarliðinu.