þri 13.sep 2022
Grindavík dæmdur sigur - 100 þúsund króna sekt
Þrjú stig til Grindavíkur.

Grindavík hefur verið dæmdur 3-0 sigur gegn Selfossi en liðin mættust fyrir rúmri viku síðan í leik sem Selfoss vann.Selfoss tefldi fram ólöglegum leikmanni en Reynir Freyr Sveinsson spilaði fyrstu 50 mínútur leiksins en hann átti að taka út leikbann í leiknum.

Eins og lesa má hérna var Reynir kominn í eins leiks bann vegna uppsafnaðra áminninga og í kjölfarið kærði Grindavík málið og aga- og úrskurðarnefndar KSÍ hefur nú komist að niðurstöðu.

Niðurstaðan er sú að Grindavík fær dæmdan 3-0 sigur og þá ber Selfoss að greiða 100 þúsund króna sekt til KSÍ.

Grindavík fer með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar og Selfoss er dottið núna niður í það tíunda.

Grindavík mætir Gróttu á útivelli í lokaumferðinni en Selfoss fær lið KV í heimsókn en spilað er á laugardaginn kemur.