þri 13.sep 2022
[email protected]
Championship: Toppliðið með dramatískan sigur - Jafnt hjá Burnley
 |
Sheffield United. |
 |
Vincent Kompany, stjóri Burnley. |
Mynd: Getty Images
|
 |
3-0 sigur hjá Stoke! |
Mynd: Getty Images
|
Sex leikir voru á dagskrá í Championship deildinni á Englandi í kvöld en spilað er í níundu umferð deildarinnar.
Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley en liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Preston.
Efsta lið deildarinnar, Sheffield United, vann dramatískan útisigur í Wales en Reda Khadra skoraði þá á síðustu mínútu leiksins og sá til þess að Sheffield verður eitt á toppnum eftir umferðina.
Stoke City fór létt með Hull City á útivelli, Blackburn fór upp í 3. sætið eftir öflugan sigur á Watford og þá vann Wigan útisigur á Huddersfield.
Öll úrslit kvöldsins og markaskorara má sjá fyrir neðan. Blackburn 2 - 0 Watford 1-0 Ryan Hedges ('38 ) 2-0 Dominic Hyam ('82 ) Huddersfield 1 - 2 Wigan 0-1 Will Keane ('25 , víti) 1-1 Tom Lees ('76 ) 1-2 Callum Lang ('82 ) Hull City 0 - 3 Stoke City 0-1 Lewis Baker ('25 ) 0-2 Ben Wilmot ('45 ) 0-3 Lewis Baker ('64 ) Middlesbrough 2 - 3 Cardiff City 0-1 Callum O'Dowda ('4 ) 0-2 Mark Harris ('20 ) 0-3 Perry Ng ('45 ) 1-3 Duncan Watmore ('76 ) 2-3 Rodrigo Muniz ('77 ) Preston NE 1 - 1 Burnley 0-1 Taylor Harwood-Bellis ('10 ) 1-1 Jordan Storey ('15 ) Swansea 0 - 1 Sheffield Utd 0-1 Reda Khadra ('90 )
|