mið 14.sep 2022
Gavi skrifaði undir hjá Barcelona til 2026 (Staðfest)
Barcelona hefur staðfest nýjan samning við miðjumanninn unga Gavi, samningurinn er til 2026.

Í samningnum er riftunarákvæði upp á eina milljón evra.

Gavi er einn efnilegasti fótboltamaður heims, hann varð 18 ára gamall í ágúst og er því kominn með samning sem gildir þar til hann verður 21 árs.

Gavi er þegar kominn í stórt hlutverk hjá Barcelona og lék 46 leiki á síðasta tímabili. Hann er í byrjunarliði Xavi og heldur leikmönnum á borð við Frenkie de Jong og Franck Kessie á bekknum.

Gavi byrjaði í 2-0 tapinu gegn Bayern München í Meistaradeildinni í gær.