mið 14.sep 2022
[email protected]
James til Olympiakos (Staðfest)
Kólumbíumaðurinn James Rodriguez, fyrrum leikmaður Real Madrid, Bayern München og Everton, er í Grikklandi í læknisskoðun hjá Olympiakos.
Frágengið er að hann skrifar undir samning við Olympiakos í dag en hann kemur á láni frá Al-Rayyan í Katar.
Hann og bakvörðurinn Marcelo verða því liðsfélagar að nýju en þeir voru saman hjá Real Madrid.
James er 31 árs og yfirgaf Everton á síðasta ári til að semja í Katar. Hann hefur skorað 24 mörk í 86 landsleikjum fyrir Kólumbíu.
Olympiakos hefur orðið grískur meistari síðustu þrjú tímabil og er sigursælasta félag landsins.
|